Götuhjólaæfingar sumarið 2018

Við ætlum að vera öflug að æfa saman í sumar og tryggja að allir séu í toppformi og vanir að hjóla saman í keppnum sumarsins.

Æfingadagskrá:

31081611_10155441728636334_2345414377384064679_n.jpg

* Mánudagar kl. 20:00 *
Æfingar á afmörkuðu svæði. Öruggt og hentar öllum getustigum.
Mæting á N1 Fossvogi kl. 20:00.

Á mánudögum er ein af eftirfarandi æfingum:
- Crit-æfingar á brautinni í Hafnarfirði. Mæting á N1 og þaðan er farið í Hafnarfjörðinn. Crit æfingin sjálf byrjar 20:30. Æfingunni lýkur við N1 kl. 21:30.
- Brekkusprettir í Kópavogi eða Elliðadal. Æfingunni lýkur við N1 kl. 21:30.
- Crit / Pursuit æfingar á Kársnesi. Æfingunni lýkur við N1 21:30.

ATH. Þið sem hafið ekki mætt áður á æfingu hjá Tindi eða eru nýbyrjuð að hjóla þá mælum við með að þið byrjið að mæta á þessar æfingar.

* Miðvikudagar kl. 17:30 *
Rúll á höfuðborgarsvæðinu. Góð keyrsla í Z2-Z4 með einstaka sprettum. Hjólað er á umferðargötum þ.a. þátttakendur þurfa að vera vanir slíku og þekkja helstu umgengnisreglur. Ef þið eruð í vafa, mætið á mánudagsæfingu og ráðfærið ykkur við þjálfara.
Mæting á N1 Fossvogi kl. 17:30.

Á miðvikudögum er ein af eftirfarandi æfingum:
- Tindur Special: Fossvogsdalur, Vífilsstaðavatn, Hafnarfjörður, Álftanes og til baka.
- Tindur Delux: Kársnes, Álftanes, Álftanes, Álftanes og til baka.
- Tindur Plus: Reykjavíkurhringur.
- Tindur X: Nesjavellir.

Æfingunni lýkur við N1 kl. 19:30.

* Sunnudagar kl. 10:00 *
Æfingarnar eru annað hvort langur rúntur (Gran Fondo) eða Club Ride.
Mæting á N1 Fossvogi kl. 10:00 (nema annað sé auglýst!)
Nákvæm leið, lengd og tími verður auglýst hverju sinni. Hentar öllum sem treysta sér að hjóla á umferðargötum og þjóðvegum.

- Gran Fondo: Hópnum er skipt í Race og Pace þannig að allir geta fundið sér þægilegt tempó.
- Club Ride: Reykjavíkurhringur með kaffistoppum og notalegheitum.

* Föstudags-Kex kl. 07:00 *
Við minnum einnig á Coffee Ride á föstudagsmorgnum frá Kex Hostel. Fylgist með eventum þess efnis á Facebook.

Með kveðju,
Stjórn og æfinganefnd Tinds.