Sumarhjólanámskeið fyrir börn 7-11 ára: Ævintýrahjól í náttúrunni

Tindur sumarnámskeið 2018:     Ævintýrahjól í náttúrunni fyrir börn 7-11 ára

Tími:      Kl. 9-12

Fæðingarár: 2007-2008-2009-2010-2011

Námskeið 1 - 11.6-15.6

Námskeið 2 - 18.6-22.6

Námskeið 3 - 2.7-6.7

Verð: 15.000 kr

10% systkinafsláttur af barni nr. 2. Gildir líka fyrir unglinganámskeiðin okkar. Takið þetta fram í athugasemd í skráningunni.

Hvert námskeið eru 5 dagar. Markmið námskeiðsins er að kynna börnunum fyrir hinum fallegu hjólaleiðum sem er að finna í nágrenni borgarinnar ásamt því að fá grunnþekkingu í hjólafærni.

Námskeiðið verður á fimm mismunandi stöðum – mæting kl. 8:45 og lagt í hann kl. 9:00

Mánudagur 1                    Öskjuhlíð           mæting hjá Perlunni

Þriðjudagur 2                    Rauðavatn         mæting hjá Norðlingaskóla

Miðvikudagur 3                 Heiðmörk          mæting hjá Norðlingaskóla

Fimmtudagur 4                 Öskjuhlíð           mæting hjá Perlunni 

Föstudagur 5                    Hvaleyrarvatn    mæting á bílastæðið vestan við vatnið

Byrjum og endum alltaf á sama stað.

Hjól: fjallahjól, athuga vel að bremsur og gírar séu í góðu lagi. Gott er að hafa aukaslöngu ef það skildi springa.

Börn skulu koma með nesti með sér (t.d. samloku og ávöxt) og drykk í bakpoka sem þau geta hjólað með. Einnig þurfa börnin að vera klædd í samræmi við veður hverju sinni. Hjálmaskylda er á námskeiðinu. Síðasta daginn verður grillveisla þar sem boðið verður upp á pylsur, drykki og fleira.

ATH að breytingar geta orðið á staðsetningu vegna veðurs.                                                                      

Leiðbeinendur eru Þóra Katrín Gunnarsdóttir og Erla Sigurlaug Sigurðardóttir sem eru báðar reyndar hjólakonur úr Tindi.

Frekari upplýsingar fást á info@tindur.cc

Greiðsla: Krafa verður send í heimabanka foreldris eða forráðarmanns.

ATH fyrstir koma fyrstir fá – takmarkaður fjöldi er í boði.

Skráning fer fram hér:

https://goo.gl/forms/yUhnHByx4LiInGue2

32387120_10156252208874019_538179691614306304_o.jpg