metnaður
Tindur hjólreiðafélag var stofnað árið 2011 af frumkvöðlum í hjólreiðum og keppnishjólreiðum á Íslandi. Þeir sem stofnuðu félagið eru Ingvar Ómarsson, David Robertsson, Emil Guðmundsson, Torfi Kristbergsson, Grétar Ólafsson og Sigurður Óskar Pálsson. Síðan þá hefur félagið þróast í eitt af virkustu hjólreiðafélögum landsins með fjölbreytta starfsemi.
Tindur er félag fyrir allt hjólreiðafólk, hvort sem þú ert nýr á hjóli eða keppnismanneskja.
Markmið félagsins er að efla hjólreiðar af öllum toga hvort sem það eru götuhjólreiðar, fjallahjólreiðar, samgönguhjólreiðar eða hjólreiðar til skemmtunar. Meðlimir Tinds fá aðgang að fjölbreyttu æfingarumhverfi, stuðningi þjálfara, samveru með öðrum hjólurum og tækifæri til að verða betri á hjólinu. Við erum stolt af því að vera félag þar sem áhugi, metnaður og gleði sameinast.
Stjórn
Hallgrímur Arnarson
FORMAÐUR
Stjórnarmeðlimir
Neðri röð frá hægri:
Hildigunnur Árnadóttir
Steinunn Erla Thorlacius
S. Lilja Ólafsdóttir
Efri röð frá hægri
Thomas Skov Jensen
Þórir Bjarnason
Hallgrímur Arnarson
Jökull Másson