Hvað er í boði?

Tindur er hjólreiðafélag fyrir áhugafólk um hjólreiðar og hjólreiðaæfingar á Íslandi. Hjólreiðar eru fyrir alla en ekkert er betra en að þeysast um í góðum félagsskap. Meðlimir Tinds leggja sig fram um að ná sem bestum persónulegum árangri og hafa gaman að.

Í Tindi hjólreiðafélagi er öflugt félagsstarf þar sem hver og einn getur sniðið sér stakk eftir vexti. Í boði eru opnar útiæfingar á racer, keppnishópur í götuhjólreiðum, fjallahjólaæfingar og ferðir.

Með góðri ástundun og réttu hugarfari hefur félagið einnig getið af sér margt af besta hjólreiðafólki landsins síðustu ár.


Dagskrá 2024/2025

götuhjól

Meðlimir Tinds hjóla úti allt árið um kring. Innifalið í félagsgjaldinu eru opnar útiæfingar, viðburðir, hóphjól og afslættir hjá helstu hjólabúðum landsins. Einnig fá meðlimir skráningu á hjolamot.is og afslætti af hjólamótum sem Tindur heldur.

Vetraræfingar 2024-2025

Fara fram í World class og verða á eftirtöldum dögum

Þriðjudagar kl 18:00 World Class Smáralind

Fimmtudagar kl 18:00 World Class Smáralind

Laugardagar kl 08:00 World Class Kringunni

Sérstakir Mobility tímar verða á Fimmtudögum kl 19:00 í World Class Smáralind.

Sumardagskrá 2025

Nánari upplýsingar á facebook

Þriðjudagar kl 18:00 eru interval æfingar

Fimmtudagar kl 19:00 TNW og Næs ride

Föstudagar, Coffee Ride kl 07:00, sjá nánar á Facebook

Sunnudagar kl 09:00, Messa á hverjum morgni.

Aðrar æfingar og viðburðir auglýstir á facebook hóp

Umsjónafólk götuhjólaæfinga og yfirþjálfarar:Margrét Arna Arnardóttir og Thomas Skov Jensen

Fjallahjól

Æfingar tvisvar í viku

Mánudagur AM æfing sjá nánar í Facebook hóp AM

Þriðjudagur Rafmagnshjól sjá nánar í Facebook hóp AM

Sumarnámskeið fyrir börn

Tindur í samstarfi við Hjólaskólann er með sumarnámskeið fyrir krakka og unglinga.

Skráning á Sumarnámskeið Hjólaskólans er í gegnum Vefverslun Tinds