Hvað er í boði?

Tindur er hjólreiðafélag fyrir áhugafólk um hjólreiðar og hjólreiðaæfingar á Íslandi. Hjólreiðar eru fyrir alla en ekkert er betra en að þeysast um í góðum félagsskap. Meðlimir Tinds leggja sig fram um að ná sem bestum persónulegum árangri og hafa gaman að.

Í Tindi hjólreiðafélagi er öflugt félagsstarf þar sem hver og einn getur sniðið sér stakk eftir vexti. Í boði eru opnar útiæfingar á racer, keppnishópur í götuhjólreiðum, fjallahjólaæfingar og ferðir.

Með góðri ástundun og réttu hugarfari hefur félagið einnig getið af sér margt af besta hjólreiðafólki landsins síðustu ár.


götuhjól

Meðlimir Tinds hjóla úti allt árið um kring. Innifalið í félagsgjaldinu eru opnar æfingar, hóphjól og afslættir hjá helstu hjólabúðum landsins. Einnig fá meðlimir skráningu á hjolamot.is og afslætti af hjólamótum sem Tindur heldur.

Sumardagskrá 2019 er eftirfarandi:

Mánudagar kl. 18:30 (1,5 - 2 klst æfingar undir handleiðslu þjálfara)

. Valdar verða fjölbreyttar leiðir en fyrirkomulagið verður:

 1. Upphitun þar sem hópurinn hjólar saman.

 2. Skemmtileg og fjölbreytt verkefni á afmörkuðu svæði. Æfingar sem reyna á þol, þrek og tækni. Stundum vinnum við í minni hópum og stundum eru þetta einstaklingsverkefni.

 3. Við klárum tímann saman með því að hjóla til baka lengri eða styttri leiðina eftir veðri og stuði.


Miðvikudagar kl. 20:00 (1,5 - 2 klst crit æfingar m. reyndum félögum)

Reyndir Tindarar munu setja upp mismunandi verkefni í lokaðri Crit braut þar sem er upplagt að skemmta sér í góðum hópi. Æfingarnar eru fullkomin þjálfun í þoli/hraðabreytingum, tækni og að hjóla í hópi.

 1. Hjólað frá N1 og upp í Hafnarfjörð (ath. hægt er að mæta beint í Crit brautina)

 2. Hópurinn leikur sér í crit brautinni.

 3. Hópurinn klárar tímann saman með því að hjóla til baka á N1 lengri eða styttri leiðina.

Alltaf er hjólað frá N1 í Fossvogi nema annað sé tekið fram.

* Sunnudagar kl. 10:00 *
Æfingarnar eru annað hvort langur rúntur (Gran Fondo) eða Club Ride.
Mæting á N1 Fossvogi kl. 10:00 (nema annað sé auglýst!)
Nákvæm leið, lengd og tími verður auglýst hverju sinni. Hentar öllum sem treysta sér að hjóla á umferðargötum og þjóðvegum.

- Gran Fondo: Hópnum er skipt í Race og Pace þannig að allir geta fundið sér þægilegt tempó. Enginn skilinn eftir!
- Club Ride: Reykjavíkurhringur með kaffistoppum og notalegheitum.

* Föstudags-Kex kl. 07:00 *
Við minnum einnig á Coffee Ride á föstudagsmorgnum frá Kex Hostel. Fylgist með eventum þess efnis á Facebook.

Umsjónarmaður götuhjólaæfinga og yfirþjálfari: Björk Kristjánsdóttir

FjallaHJÓl

Vikulegar æfingar á þriðjudögum undir stjórn reyndra fjallahjólara (Elmar, Kristján, Svanur, Elín, Erla, Hafþór, Þóra) verða á einhverjum af eftirtöldum stöðum 2019:

 • Öskjuhlíð

 • Jaðar - Grill

 • Snaran

 • Sleggjubeinsskarð

 • 3 Tindar - Mosó

 • Esja

 • Móskarðshnjúkar

 • Reykjadalur

 • Skálafell bike park

 • Hvaleyrarvatn

 • Vífilstaðahlíð


Vetrardagskrá 2018-2019


Æfingaferð

Tindur stendur fyrir árlegri æfingaferð þar sem róið er á heitari mið. Árin 2013, 2014, 2015 og 2016 tækluðu félagar fjöll og brekkur á Tenerife. Árið 2017 voru kannaðar nýjar slóðir á Gran Kanarí og það sama var gert árið 2018. Tindur leggur áherslu á að ferðirnar séu vel skipulagðar, skemmtilegar og árangursríkar þannig að allir geti fengið sem mest út úr ferðinni, sama hver markmiðin eru.


Fjallahjólaferðir

Innanlands

Innan Tinds er starfandi hópur sem stundar "all mountain" hjólareiðar og hist er einu sinni í viku og farið á valda staði fyrir utan höfuðborgina og í sumum tilfellum enn lengra. Hópurinn er með sína Facebook síðu sem er nefnd hér að ofan.

Utanlands

Árið 2017 fór Tindur í fyrsta skipti í fjallahjólaferð utan landsteinana. Ferðinni var heitið til Verbier í Sviss. Ferðin tókst hrikalega vel og var uppselt í hana. Við ætlum að endurtaka leikinn fyrir árið 2018 og leggjum í hann 22.9 og verður gist í 7 nætur. Skráning er þegar hafin. Vinsamlegast hafið samband við thorakatring@gmail.com.