Nýtt Tindskitt

VIÐ KYNNUM NÝJA FÉLAGSBÚNINGA TINDS!! 
Félagið er búið að stækka og tískan tekið snúning og er því komið að þessum tímamótum. Við ætlum að vera flottasti hjólaklúbburinn - vera virk og áberandi á hjólamótum í sumar. Við vildum því gera eitthvað alveg nýtt og spennandi ásamt því að bjóða meðlimum okkar upp á mestu mögulegu gæði og fórum því í samstarf við fatamerki sem margir þekkja, Rapha. Við náðum ótrúlega góðum samningum við Rapha og getum því boðið félagsfólki okkar búningana á mjög sanngjörnum verðum. Samstarfsaðilar okkar fyrir næstu 2 ár verða Vörður, Saffran/Kaffivagninn og N1

Ragnar Freyr Magnússon