Fréttatilkynning vegna Castelli Classic götuhjólreiðahátíðar Tinds

Tindur hjólreiðafélag í samstarfi við Tri verslun kynna með stolti Castelli Classic götuhjólahátíðarinna sem fram fer dagana 4. og 6. ágúst. Hátíðin er hugsuð sem vettvangur fyrir alla þá sem hafa gaman af götuhjólum til að koma saman og njóta hvort sem það séu þeir keppnisþyrstu sem og þeir sem vilja njóta fremur en þjóta. 

Hátíðin skiptist í tvo hluta 

CASTELLI CLASSIC TT (4. ágúst) er tímatöku hluti hátíðarinnar og fer hann fram á Suðurstrandavegi. Þátttakendur eru ræstir með mínútu millibili einn í einu og hjóla 11 km leið að keilu þar sem snúið er við og hjólað til baka samtals 22 km leið. Þetta form af götuhjólreiðum er að mörgum talið vera hið fullkomna próf á hvar einstaklingur stendur sem hjólari því ekki má nýta sér kjölsog annara þátttakenda og því enga hjálp að fá í brautinni. Ert bara þú að hjóla eins hratt og þú getur, sá sem fer hraðast yfir vinnur að sjálfsögðu. Hér er keppt í mismunandi flokkum og geta allir á götuhjóli verið með. 

Skráning og frekari upplýsingar er að finna  hér -> https://hri.is/keppni/527

Keppnishandbókin er hér ->  Keppnishandbók TT

Seinni hluti hátíðarinnar Castelli Classic RR fer fram á Þingvöllum laugardaginn 6. Ágúst. Hér er um að ræða hefðbundið form af götuhjóla viðburði. Þátttakendur eru ræstir saman í hópum eftir getu og fara hóparnir mis marga hringi í þjóðgarðinum. Hringurinn er 17 km langur og er hann lokaður fyrir umferð á hluta leiðarinnar. Ræst verður í nágrenni við þjónustumiðstöðina á Þingvöllum og hjóla þátttakendur til austurs eftir vegi 36 að gatnamótum við veg 361 vallaveg að vegi 36 aftur. Vallavegur verður lokaður fyrir allri umferð frá Silfru til að auki öryggi keppenda.  Boðið verður upp á ýmsar vegalengdir og ættu því allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Að hjóla á Þingvöllum er frábær upplifun, náttúran einstök og ekki skemmir fyrir að leiðin er frábær og lokuð að hluta. 

Skráning hér -> https://hri.is/keppni/528

Keppnishandbókin er hér -> Keppnishandbók RR

Facebook viðburður hátíðarinnar 

https://www.facebook.com/events/414473587370295?ref=newsfeed

Tindur hjólreiðafélag vill þakka sérstaklega öllum þeim sem koma að hátíðinni, Þjóðgarðinum á Þingvöllum, sveitarfélaginu Ölfus og síðast en alls ekki síst Tri verslun umboðsaðila Castelli á Íslandi  sem kemur að keppninni með myndarlegum hætti og er í raun þess valdandi að hægt er að halda hana eins veglega og raun er. 

Athygli er vakin á því að búast má við minniháttar umferðartöfum á Þingvöllum meðan á keppni stendur þann 6. ágúst frá 9 til 15 

Viðtakendur geta leitað frekari upplýsinga hjá undirrituðum 

Fyrir hönd Tinds hjólreiðafélags 

Einar Gunnar Karlsson formaður 863 3918

Tindur Hjólreiðafélag