Hjólaæfingar hjá Tindi vor og sumar 2022

Tindarar í góða veðriðnu

Í sumar verða hjólaæfingar hjá Tindi með svipuðum hætti og verið hefur síðustu sumur. Boðið verður upp á þrjár æfingar í viku auk samhjóls og fleiri atburða eftir atvikum. Æfingum veður getuskipt og boðið uppá A, B og C hópa (sjá nánar neðar). Hjólaæfingar úti hefjast þriðjudaginn 19. apríl og munu standa fram á haust.

Þriðjudagar: interval æfingar

Æfingar hefjast kl. 18:30. Staðsetning tilkynnt í Sportabler.

Keyrðar verða mismunandi interval keyrslur og/eða tækniæfingar eftir fyrirmælum þjálfara hverju sinni. Skráning og nánari upplýsingar á Sportabler.

Fimmtudagur: Thursday Night World - #TNW

Mæting við N1 í Fossvogi og keyrt af stað kl. 20.

Alltaf er keyrður sami hringur með brekkusprettum og race-pace keyrslum sem útskýrðar verða fyrir hverja æfingu fyrir þau sem á þurfa að halda. Skráning og nánari upplýsingar á Sportabler.

Sunnudagur: mez2a

Hefst kl. 9 árdegis. Lengri z2-”ish”-keyrslur með Tindslátum inná milli. Skráning og nánari upplýsingar um upphafsstað og leiðir á Sportabler.

Sérstakar æfingar verða fyrir keppnisfólk.

Allir Tindarar hvattir til að mæta. Skráning í Tind fer fram í gegnum Sportabler. Ef þú ert ný/r/tt og/eða hefur ekki mætt áður á æfingar hjá Tindi máttu gjarnan hafa samband í gegnum Facebook eða senda póst á info@tindur.cc. Yfirþjálfari er Thomas Skov Jensen en innan Tinds er líka hópur af reyndum hjólurum sem halda utanum og stýra æfingum.

Auk þeirra æfinga sem getið er hér að ofan stendur Tindur fyrir "coffee-ride" alla föstudagsmorgna frá Kaffi Laugalæk. Mæting í kaffi um 6:50-7:00 og síðan hjólar um klukkustundar hringur. Kaffi og snúðar á eftir. Tindur hefur jafnframt boðið upp á cyclocross/gravel-æfingar sem og fjallahjólaæfingar eftir því sem tækifæri gefst til. Hægt verður að fylgjast með tilkynningum um slíkt á facebook-síðu Tinds.

Hópaskipting

Í sumar hyggst Tindur bjóða upp á getuskipta hópa A, B og C.

A hópur er fyrir keppnisfólk. Áhersla á keppniskeyrslur, taktík og læti. Þessi hópur bíður ekki eftir neinum og þú þarft að hafa fyrir hlutunum í honum. Boðið verður sérstaklega á þessar æfingar og verður Thomas Skov Jensen með yfirþjálfun í honum. Ef þú vilt prófa og telur þig hafa það sem þarf til að halda í hópinn þá heyrirðu í honum og færð leyfi til að mæta…. Extra mikli Tindslæti® viðhöfð hér…

B hópur er fyrir hin venjulega Tindara sem vill æfa í góðum hóp og viðhafa almenn Tindslæti® Þessum hóp verður getuskipt ef þörf er á og allir ættu að geta mætt og fundið sín „læti“. Okkar draumur er sá að þessi flokkur stækki og dafni og að sem allra flestir mæti á þessar æfingar enda ætti hann að vera þannig uppbyggður að þú finnur félaga af sama getustigi til að hafa læti með. Því fleiri sem mæta þeim mun skemmtilegra verður þetta… Almenn Tindslæti®….

C hópur verður starfræktur í 6 vikur eftir að við byrjum úti og er ætlaður sem leið fyrir okkar félagsmenn með minni reynslu og getu til að geta mætt á B hóps æfingar. Farið verður í undirstöðuatriði hjólreiða og unnið markvisst í að auka færni og getu. Eftir þessar 6 vikur verða ekki C hópur á æfingum nema annan hvern þriðjudag enda ættu þá flestir að vera færir um að leika í B hópnum… Tindslæti® innprentuð og kennd…

Allar æfingar verða boðaðar í gegnum Sportabler og verða klárar þar inni tveimur vikum áður en þær fara fram. Þannig eiga allir að vita hvernig og hvar æfing dagsins fer fram með góðum fyrirvara. Skráning á æfingar í gegnum Sportabler er nauðsynleg.

Fyrirvari:

Þegar ekki er C hópur á æfingu og þú telur þig ekki hafa það sem þarf til að halda í við B hópinn biðjum við þig að mæta þegar C æfing er skipulögð og taka þín fyrstu skref inn í félagið þannig. Tindur sér sér ekki fært um að taka á móti óvönum þegar ekki eru skipulagðar æfingar með C hóp.

Fjölmennum á Tindsæfingar í sumar og gleymum ekki að skrá okkur á Sportabler.