Hjólreiðafólk ársins hjá Tind 2021

Félagsmenn og stjórn Tinds tilnefna eftirfarandi félagsmenn sem Hjólreiðafólk ársins og efnilegasta hjólreiðafólk ársins hjá Hjólreiðasambandi Íslands.


Tilnefning Tinds til Hjólreiðakonu ársins


Elín Björg Björnsdóttir

Elín Björg Björnsdóttir er afar fjölhæfur hjólari sem lagt hefur stund á fjallahjólreiðar um hríð en komið inn í götuhjólreiðar og criterium af miklum krafti á síðustu tveimur árum. Á nýliðnu tímabili tók hún þátt í a.m.k. 20 keppnum og viðburðum innanlands tengt hjólreiðasambandinu.

Í sumar vann Elín Björg til a.m.k. fimmtán verðlauna, þar af fjögurra gullverðlauna og stóð uppi sem bikarmeistari í criterium í lok tímabils.

Á erlendri grundu var Elín Björg valin sem einn af fulltrúum Íslands til þátttöku í fjögurra daga götuhjólakeppni í Svíþjóð þar sem hún náði 6.sæti á einni af dagleiðinni sem er einn besti árangur íslendings í hópstarti í alþjóðaleg götuhjólreiðakeppni. Hún fór síðan sem einn af þremur fulltrúum Íslands í kvennaflokki til þátttöku í götuhjólakeppni alþjóða hjólreiðasambandsins (UCI) í Belgíu. Þar stóð hún sig með prýði og aflaði mikilvægrar reynslu í stórum alþjóðlegum keppnum.

Elín Björg er tæknilegur og fjölhæfur hjólari sem á uppruna sinn í fjallahjólreiðum og fjallabruni og komið með þessa styrkleika inn í götu hjólreiðarnar. Hún hefur vaxið gríðarlega hratt sem götuhjólari og ekki er enn séð fyrir endann á þeim árangri sem hún getur náð á því sviði. Hún stefnir enn uppá við og hefur metnað til að ná lengra á næsta keppnistímabili. Hún hefur borið með sér ferskan blæ inni starfsemi hjólreiðafélagsins Tinds og hefur fengið félagsmenn með sér í að blanda saman tegund hjólreiða, verið frábær fyrirmynd og smitað út frá sér jákvæðu hugarfari.

Tilnefning Tinds til Hjólreiðamanns ársins

Rúnar Örn Ágústsson

Rúnar Örn Ágústsson er gríðarlega sterkur hjólari þegar kemur að götuhjólreiðum og criterium og í sérflokki í tímatöku. Á nýliðnu tímabili tók hann þátt í a.m.k. 14 keppnum og viðburðum innanlands tengt hjólreiðasambandinu. 

Í júní varð Rúnar Örn Íslandsmeistari í tímatöku og vann til tveggja gullverðlauna og tveggja silfurverðlauna í tímatökumótum sumarsins. Þar að auki vann hann gullverðlaun í 7. criterum móti sumarsins í ágúst auk þess að vera í efstu 5 sætunum í flestum götuhjólakeppnum sumarsins. 

Rúnar Örn var valinn til að taka þátt í tímatök í heimsmeistarakeppni alþjóða hjólreiðasambandsins (UCI) sem fulltrúi Íslands í Flanders í Belgíu núna í september síðastliðnum. Þar náði hann góðum árangri og endaði í 46. sæti.

Rúnar Örn er enn að vaxa sem hjólreiðamaður og stefnir að því að verja titla sína sem besti tímatökumaður á Íslandi og bæta árangur sinn í götuhjólreiðum og criterium. Einnig stefnir hann að því að öðlast frekari reynslu og bæta árangur sinn í alþjóðlegum keppnum og miðla af reynslu sinni þar. Hann hefur verið virkur í starfi hjólreiðafélagsins Tinds, tekið að sér þjálfun og verið samherjum sem og öðrum mikil fyrirmynd.     


Tilnefning Tinds til efnilegasta hjólreiðakonu ársins

Inga Birna Benediktsdóttir

Inga Birn er ung og metnaðarfull hjólreiðakona, Inga Birna byrjaði að hjóla fyrir fermingaraldur og hefur verið virk í hjólreiðakeppnum og hjólreiðasamfélginu frá upphafi.Inga Birna er aðeins 19 ára gömul en hefur þegar komist í HRÍ sem tók þátt í 6 daga hjólakeppni, PostNord U6 Cycle Tour, sem fór fram í Tidaholm í Svíþjóð fyrr á þessu ári. Var í 2. Sæti, U23, í Íslandsmótinu í TT í ár. 

Inga varð fyrir því óláni í upphafi sumars að lenda í umferðaóhappi á hjólinu og tókst ekki að fylgja eftir markmiði sínu fyrir sumar. Á meðan Inga hefur verið að byggja sig upp eftir hún verið mjög virk í ungliðastarfi Tinds og verið ungu hjólreiðafólki mikil fyrirmynd. Inga Birna hefur sett sér háleit markmið fyrir komandi tímabil og verður áhugavert að fylgjast með henni. 


Tilnefning Tinds til efnilegasta hjólreiðamann ársins

Matthías Schou Matthíasson

Matthías Schou er ungur og metnaðarfullur hjólreiðamaður sem hefur búið og æft í Noregi í 2 og hálft ár. Hann stundar nám í Norges Toppidrettsgymnas (NTG) sem er 3ja ára krefjandi íþróttanám sem er gert af frábærum þjálfurum og hafa bestu hjólreiðamenn Noregs útskrifast úr þessum skóla og ætlar Matthías ekki að vera nein undantekning þar um. Matthías er í lið Glåmdal CK sem samanstendur af nemendum NTG. Draumur Matthíasar er að verða hans er að geta lifað af hjólreiðunum og gert það sem honum finnst skemmtilegast. Matthías gekk nýlega til liðs við lið Húsasmiðjunar hérna heima og mun keppa með liðinu í Elite flokki árið 2022.

Matthías tók þátt í nokkrum verkefnum á vegum  HRÍ á árinu. Hann tók þátt í 6 daga hjólakeppni, PostNord U6 Cycle Tour, sem fór fram í Tidaholm í Svíþjóð auk þess að keppa á EM fyrir hönd Íslands í bæði TT og RR. Allt ofangreint hefur gefið Matthías töluvert meiri reynslu en aldur hans segir til um og erum við viss um að hann er bara rétt að hefja það sem án vafa verður mjög farsæll hjólreiðaferill. 


Hrönn Jónsdóttir