Barna- og unglingahjólaæfingar/námskeið Júní 2020

Tindur Kids – hjólaæfingar fyrir krakka í Júní á þriðjudögum og fimmtudögum

4 vikna vornámskeið/æfingar 2020 í samvinnu við Hjólaskólann

·Krakkar á áldrinum 8 - 15 ára (2005-2010)

Hefjast þriðjudaginn 2. júní nk. á Hvaleyrarvatni. Nánari lýsing kemur í tölvupósti

Æfingar eru 2x í viku á þriðjudögum og fimmtudögum, á þriðjudögum á Hvaleyrarvatni og fimmtudögum í Öskjuhlíð.

Tímabil 2 : 4 vikur, 2. - 25. júní 2020
Verð: 17.900 kr.

Tindur býður í samvinnu við Hjólaskólann upp á fjallahjólaæfingar fyrir börn 8 -15 ára í júní, tvisvar í viku. Skipt verður upp í yngri og eldri/óreyndari og reyndari hóp. Aðeins 20 pláss í boði.

 Markmið æfinganna er að skapa hjólagleði og áhuga með því að kenna og þjálfa börn í fjalla/hjólafærni af öryggi, bæði á stígum og í náttúrunni. Námskeiðið er lifandi kennsla í hjólafærni á stígum, malarvegum og slóðum í náttúrunni. Við lærum og æfum helstu tækniatriði hjólreiða sem auka á sjálfstraust og skemmtun á hjólinu!

Hvaleyrarvatnssvæðið býður upp á frábæra slóða inni í skógi og á höfðum og hlíðum í kring og Öskjuhlíðin og nágrenni er frábært svæði til að læra og leika á hjólinu. Á þessum svæðum eru endalausir möguleikar og mörg ólík erfiðleikastig og fyrst og fremst svakalega gaman að leika sér :) Á æfingunum verða aldurs- og getuskiptir hópar og allir hjóla á sínum forsendum, hversu stutt eða langt barnið er komið í íþróttinni. Allir læra og fá að njóta sín!

Þjálfarar eru sem fyrr Erla Sigurlaug og Þóra Katrín vanar hjólakonur hjá Hjólaskólanum en er þetta þriðja árið þeirra með Tindur Kids. Eru þær báðar með þjálfarapróf frá ÍSÍ ásamt því sem Þóra Katrín er með alþjóðleg fjallahjólakennararéttindi PMBIA frá Kanada og Erla er með mikla reynslu frá landsliðinu og æfingum hjá Alþjóða hjólreiðasambandinu. Verða þær með fleiri vana þjálfara með sér til að sjá um æfingarnar.

Skráning fer fram á vefverslun Tinds:
https://vefverslun.tindur.cc/collections/namskeid/products/barna-og-unglinganamskeid-fyrir-8-15-ara-juni

Frekari upplýsingar og fyrirspurnir: hjolaskolinn@gmail.com

Ragnar Freyr Magnússon