Hjólahelgin á Akureyri 2017

Hin árlega Hjólahelgi á Akureyri fór fram helgina 28.7-30.7 og var margt um manninn enda nóg í boði fyrir flesta hjólara á öllum aldri. Voru margir úr Tindi sem mættu norður og gerðu góða hluti. Ágústa Edda Björnsdóttir, náði að verja titilinn sinn í UCI Elite kvennaflokknum í Fjögurragangamótinu í götuhjólreiðum og kom inn fyrst kvenna. Birkir Snær Ingvason lenti í öðru sæti og Eyjólfur Guðgeirsson í því þriðja í UCI Elite flokki karla. Um var að ræða líka bikarmót.

Í endurokeppninni á laugardeginum varð Emil Þór Guðmundsson í þriðja sæti ásamt Rúnari Theadórssyni úr HFR. En það munaði mjög litlu á milli allra efstu sætanna þar. Greinilega orðin mjög hörð keppninni í endurohjólreiðunum á Íslandi.

Tindur óskar öllum innilega til hamingju og við munum fjölmenna aftur að ári!

Emil Þór Guðmundsson úr Tindi hampaði 3. sætinu í endurkeppninni á laugardeginum. Mynd: HFA.

Emil Þór Guðmundsson úr Tindi hampaði 3. sætinu í endurkeppninni á laugardeginum. Mynd: HFA.

Birkir, Ágústa og Eyjólfur glöð og kát eftir gott mót.

Birkir, Ágústa og Eyjólfur glöð og kát eftir gott mót.

Tindur Hjólreiðafélag