Íslandsmótið í fjallahjólreiðum XC 2017

Tindur kom sá og sigraði á Íslandsmótinu í fjallahjólreiðum sem fram fór við Reynisvatn sunnudaginn 23. júlí. Í UCI Elite flokki karla kom Ingvar Ómarsson fyrstur í mark eftir 7 hringi og Ágústa Edda Björnsdóttir fyrst kvenna eftir 5 hringi. Gústaf Darrason vann öruggan sigur í UCI Junior. Í unglingaflokki voru það svo Dagur Eggertsson sem vann U17 flokk drengja og Elísabet Kjartansdóttir í U17 stúlkna. Í U15 stúlkna var það svo Katrín Kjartansdóttir sem tók fyrsta sætið. Tindur óskar öllum þessu Íslandsmeisturum innilega til hamingju með titlana og bikarana sína. Áfram Tindur! #tindurcc #tindur

Dagur Eggertsson Íslandsmeistari í U17, Elísabet Kjartansdóttir í U17 og Katrín Kjartansdóttir í U15.

Dagur Eggertsson Íslandsmeistari í U17, Elísabet Kjartansdóttir í U17 og Katrín Kjartansdóttir í U15.

Gústaf Darrason Íslandsmeistari í UCI Junior og Ágústa Edda Björnsdóttir í UCI Elite kvenna.

Gústaf Darrason Íslandsmeistari í UCI Junior og Ágústa Edda Björnsdóttir í UCI Elite kvenna.

Ingvar Ómarsson Íslandsmeistari UCI Elite karla 2017.

Ingvar Ómarsson Íslandsmeistari UCI Elite karla 2017.