Sumarhjólanámskeið 2024 fyrir 7-12 ára börn

Tindur hjólreiðafélag og Hjólaskólinn kynna: Sumarhjólanámskeið í náttúrunni fyrir börn 7-12 ára.

Markmið námskeiðanna er að skapa hjólagleði og gera hjólreiðar ævintýralegar og eftirsóknarverðar hjá börnum. Við hjólum í skóginum og æfum helstu tækniatriði hjólreiða þar sem auka á færni, sjálfstraust og skemmtun á hjólinu. Við æfum hjóla- og umferðarreglurnar, förum í hjólatúra í borginni, og hjólum á alls kyns undirlagi, á stígum, malarvegum og slóðum í náttúrunni og tökum alltaf nesti og pásur á spennandi stöðum.

Fæðingarár: 2012-2017

Aldurs- og getuskiptir hópar og allir hjóla á sínum forsendum, hversu stutt eða langt sem barnið er komið á hjólinu. Allir læra og fá að njóta sín!

Námskeiðin eru fjórir eða fimm dagar kl. 9 - 11:45 á eftirfarandi dagsetningum í Öskjuhlíð og Norðlingaholti/Heiðmörk. Takmarkaður fjöldi kemst að þar sem hóparnir eru ekki stórir.

● Námskeið 1 - 10.-14. júní (5 dagar) Öskjuhlíð

● Námskeið 2 - 18.- 21. júní (4 dagar) Norðlingaholt

● Námskeið 3 - 24.-28. júní (5 dagar) Öskjuhlíð

● Námskeið 4 - 6. - 9. ágúst (4 dagar) Öskjuhlíð

● Námskeið 5 - 12.-16. ágúst (5 dagar) Öskjuhlíð

● Hjól: Fjallahjól með grófum dekkjum. Athuga vel að dekk, bremsur og gírar séu í góðu lagi. Gott er að  hafa aukaslöngu ef það skildi springa. Börn skulu koma með nesti með sér (t.d. samloku og ávöxt) og drykk í bakpoka (með breiðum böndum - ekki sundpoka) sem þau geta hjólað með. Einnig þurfa börnin að vera klædd í samræmi við veður hverju sinni. Hjálmaskylda er á námskeiðinu.

● Þjálfarar eru sem fyrr Erla Sigurlaug og Þóra Katrín vanar hjólakonur hjá Hjólaskólanum og Tindi en er þetta sjöunda árið þeirra með sumarhjólanámskeiðin. Eru þær báðar með þjálfarapróf frá ÍSÍ og UCI (alþjóðahjólreiðasambandinu) ásamt því að vera með alþjóðleg fjallahjólakennararéttindi. Munu þær fá fleiri vana hjólara með til aðstoðar.

  • Verð:

  • Kr. 21.500 fyrir 5 daga námskeið 

  • Kr. 17.500.- fyrir 4 daga námskeið

- 10% systkinafsláttur er af barni nr. 2. - kemur sjálfkrafa við pöntun

ATH. Tindur og Hjólaskólinn geta ekki fellt niður eða endurgreitt námskeiðsgjöld ef afbókað er með minna en viku fyrirvara.
ATH. Ef afbókað er með a.m.k. viku fyrirvara fæst 50% endurgreiðsla.

Skráning hér í Sportabler

Frekari upplýsingar og fyrirspurnir: hjolaskolinn@gmail.com




Tindur Hjólreiðafélag