Fréttatilkynning vegna Íslandsmeistaramóts í Tímatöku 15. júní 2021

Íslandsmeistaramótið í Tímatöku fer fram 15.júní 2021 á Suðurstrandarvegi við Þorlákshöfn kl 19:00 

Tímataka er það form af keppnis hjólreiðum sem krefst hvað mest af hjólaranum. Keppt verður á 22 kílómetra langri braut og vinnur sá sem klárar brautina á sem skemmstum tíma.

Keppendur eru næstir inn á brautina með mínútu millibili og mega ekki nýta sér kjölsog frá öðrum keppendum. 

Aðstaða fyrir keppendur verður í íþróttamiðstöð Þorlákshafnar. 

Frekari upplýsingar hér:

Mótstjóri er Arnþór Gústavsson, s: 892 1336

Búast má við umferðartöfum á Suðurstrandarvegi þennan dag frá 18:30 til 21:00 

 Tindur þakkar vegfarendum sýnda tillitssemi sem og íbúum Þorlákshafnar fyrir gestrisnina. 

 Hjólakveðja, stjórn Tinds.

Hrönn Jónsdóttir