Hjólreiðafólk ársins 2016

Það má með sanni segja að hjólreiðafólkið okkar í Tindi hafi staðið sig með prýði hjólasumarið 2016.

Hjól­reiðasam­band Íslands til­kynnti nýverið á lokahófi þess hverj­ir hefðu orðið fyr­ir val­inu sem hjól­reiðafólk árs­ins 2016, í kosn­ingu aðild­ar­fé­laga sam­bands­ins.

Niðurstaða kosn­ing­ar­inn­ar var sú að Erla Sigurlaug Sigurðardóttir var kjör­in hjól­reiðakona árs­ins og Ingvar Ómars­son hjól­reiðakarl árs­ins, en bæði eru þau úr hjól­reiðafé­lag­inu Tindi, einu af fimm aðild­ar­fé­lög­um sam­bands­ins.

Þau hafa bæði átt frá­bært tíma­bil og eru vel að heiðrin­um kom­in. Bæði urðu þau Íslandsmeistarar kvenna og karla í fjalla­hjól­reiðum og maraþonfjallahjólreiðum auk þess sem Ingvar tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í Cyclocross hjólreiðum annað árið í röð. Ingvar er einnig fyrsti Íslendingurinn til að keppa á heimsmeistaramóti UCI. Erla Sigurlaug vann Bláalónsþrautina, KIA Gullhringinn, RB Classic og Tour of Reykjavík.

Bikar­meist­ar­ar árs­ins urðu Ágústa Edda Björnsdóttir úr Tindi og Hafsteinn Ægir Geirsson úr Hjólreiðafélagi Reykjavíkur sem sigruðu í kvenna- og karla­flokki í hópstarti, og Gunnhildur I. Georgsdóttir úr Hjólreiðafélagi Reykjavíkur og Helgi Berg Friðþjófs­son úr Hjól­reiðafé­lagi Reykja­vík­ur sem sigruðu í kvenna- og karla­flokki í fjalla­bruni. Kristín Edda Sveinsdóttir úr Hjólreiðafélagi Reykjavíkur og Ingvar Ómarsson úr Tindi sigruðu í kvenna- og karlaflokki í fjallahjólreiðum, og Margrét Pálsdóttir úr Hjólreiðafélagi Reykjavíkur og Hákon Hrafn Sigurðsson úr Breiðabliki í tímatöku.

Þá voru út­nefnd­ir efni­leg­ustu ung­ling­arn­ir. Í kvenna­flokki var það enn og aftur Krist­ín Edda Sveins­dótt­ir úr Hjól­reiðafé­lagi Reykja­vík­ur en hún hlaut viður­kenn­ing­una fjórða árið í röð. Í karla­flokki var það Gúst­av Darra­son úr Tindi sem hlaut viðurkenninguna annað árið í röð.

Innilega til hamingju með þetta allt saman og áfram Tindur!

Myndir: Snorri Þór Tryggvason.

Oskar Omarsson