Barna og unglinga flokkar í Cyclocross í fyrstaskipti

Í fyrsta skiptið í gær var cx mót fyrir krakka yngri en 17 ára og þar var ekkert gefið eftir. Keppt fram á síðustu sekúndu, hjólin létt fyrir keppni og komið með aðstoðarfólk til að rétta sér drykkjarbrúsa

Krakka og unglingastarf Tinds er í fullum gangi og við hvetjum alla áhugasama til að kynna sér málið.

Upplýsingar um prógrammið, æfingartíma, stundartöflu, símanúmer, o.s.frv. má finna hér, https://drive.google.com/…/0B6564rULmDwIRl9QVWxua3lCR…/view…

Hér er einnig stutt samantekt:

Heilsársæfingaprógram

Árinu er skipt upp í fjögur tímabil; haustönn, vorönn og tvær sumarannir. Hægt er að skrá sig á hverja önn fyrir sig eða haust- og vorönn saman. Ekki hefur verið opnað fyrir skráningu í sumarstarfið.

Val um götu- eða fjallahjól

Í hverjum tíma er val um götu- eða fjallahjól. Hópurinn mætir allur á sama tíma. Eftir upphitun og þrek/þolþjálfun er hópnum skipt upp og farið í æfingar sem henta hvoru fyrir sig. 1-2 þjálfarar verða á æfingum byggt á fjölda og prógrami dagsins.

Inniæfingar yfir háveturinn

Við æfum inni í Sporhúsinu með þjálfara þegar veður og færð leyfa ekki útiæfingar. Val er um þrek & þol og/eða trainertímar eftir búnaði og áhugasviði barnsins/unglingsins.

Aldur

11-18 ára

Þjálfarar

Óskar Ómarsson, Björk Kristjánsdóttir og gestaþjálfarar

Hjólakraftur

Tindur og þjálfarar Tinds hafa tekið höndum saman um samstarf með það í huga að efla félagslega þáttinn í æfingunum og auka hvatningu. Lesa má meira um það í viðhengi.

Ekki hika við að beina spurningum til þjálfarana eða stjórnar Tinds (sjá símanr. í skjali, https://drive.google.com/…/0B6564rULmDwIRl9QVWxua3lCR…/view…).

Oskar Omarsson