Aðalfundur og lokahóf Tinds

Alveg magnað hvað þetta líður hratt. Það er komið að lokahófinu okkar þar sem við ætlum að fara yfir afrekin á liðnu ári, segja hetjusögur og láta okkur dreyma stórt fyrir komandi tímabil. Forpartýið verðu í formi aðalfundar sem fer fram einnig árlega.

Fyrir aðalfundi liggja hefðbundin aðalfundarstörf, kosning í stjórn en fyrirliggur að einn stjórnarmaður gefur ekki kost á sér áfram. Farið verður yfir ársreikning til dagsins í dag en fyrirliggur tillaga um hækkun á félagsgjöldum, úr 11.900 í 12.900 og fjölskyldugjaldið fari ír 19.900 í 21.900. Hækkunin er tillög vegna gjalda sem falla til við félagakerfið sem við notum. Annars verða þetta hefðbundin aðalfundarstörf.

Allt þetta fer fram í sal Gerplu, laugardaginn 5. nóvemerber.
Aðalfundur hefst klukkan 17 og eru allir félagsmenn velkomnir en sala á miðum (4.400 kr.) á lokahófið fer fram í gegnum Sportabler, ef þið náið að sannfæra maka um að mæta þá eru þau velkomin- Farið niður að 5. nóvember í Sportabler og þá sjáið þið viðburðin og kaupið ykkur inn þar.

Sjáumst hress 5. nóvember - Stjórn Tinds

Tindur Hjólreiðafélag