Fréttir af aðalfundi og lokahófi

Þann 5. nóvember var aðalfundur og lokahóf Tinds, hjólafólk mætti í fínu fötunum sínum og gerði sér glaðan dag.

Aðalfundurinn var með hefðbundu sniði þar sem farið var yfir árið, endurnýjun í stjórn og komandi ár rætt.

Tindur hjólreiðafélag stendur ágætlega fjárhagslega og hefur svigrúm til uppbyggingar. Þá er okkar mesti áhugi á uppbyggingu á barnastarfi á komandi árum. Slík uppbygging krefst húsnæðis svo hægt sé að halda úti barnastarfi allt árið til að eiga möguleika á styrkjum en Hjólaskólinn hefur sinnt barna og unglingastarfi fyrir Tind með miklum sóma.

Lítilleg endurnýjun í stjórn Tinds en Hrönn Jónsdóttir hætti í stjórn eftir 2ja ára starf og hefur Heiðrún Erla verið kosin. Aðrir í stjórn Tinds gáfu kost á sér áfram. Í klubb eins og Tind liggja mestu verðmætin okkar í félagsfólkinu okkar sem hefur óbilandi ástríðu fyrir sportinu og endalausar hugmyndir um hvernig hægt er að hafa gaman, efla félagana og sinna keppnishaldi með sóma. Okkar stærstu þakkir fara til félagsmanna fyrir gott starf á liðnu ári.

Þrátt fyrir að félagið standi vel þá hefur kostnaður hækkað lítillega á líðandi ár, árgjaldið til Hjólreiðasambands Íslands og Sportabler forrtið var tekið upp til að halda utan um félagatalið og æfingar. Því var samþykkt að hækka félagsgjaldið árið 2023 úr 11.9000 í 12.900 og fjölskyldugjaldið úr 19.900 í 21.900 svo við séum ekki að ganga á eigið fé.

Aðrar fréttir frá aðalfundi eru að félagar völdu Hjólreiðafólk ársins og Tindara ársins, stjórn valdi svo nýliða ársins.

Hjólreiðafólk ársins voru þau Hafsteinn Ægir Geirsson og María Ögn Guðmundsdóttir
Tindarar ársins voru þau Arnþór Gústavsson og Kristrún Lilja Júlíusdóttir
Nýliðar ársins voru þau Sigurlaug Lilja Ólafsdóttir og Maxon Quas.

Stærsta frétt nóvember er samt án vafa opnun á fjallahjólabraut í Úlfarsfelli sem unnin var af Tindi fyrir Reykjavíkurborg í tengslum við "Betri borg" verkefni Reykjavíkur. Gríðarleg vinna liggur í þessari braut sem er gríðarleg liftistöng fyrir fjallahjólreiðar í borginni. Viljum við sérstaklega þakka Franz Friðrikssyni fyrir frábæra vinnu og drifkraft við gerð brautarinnar, auk þess öllum þeim sem mættu og tóku til hendinni við uppbygginguna. Húsasmiðjan fær líka hrós fyrir stuðning við verkið með timbri og leigu á verkfærum. Ljóst er að með þessari braut er kominn frábær vettvangur fyrir alla unga sem gamla að stunda fjallahjólreiðar á sérhannaðir braut sem verðu til þess að slíkt starf eflist til muna. 

Æfingar og samhjól á sínum stað

  • Coffe ride heldur sínum dampi og fagnaði 10 ára afmæli  þann 16. nóvember nk. og efnt var til sérstakrar afmælisferðar föstudaginn 18. nóvember.

  • Inniæfingar eru komnar á fullt og æfingaferðin verður farin til Kanarí 2023 .

  • Messan er fastur liður á Sunnudagsmorgnum

  • Am deildin heldur áfram sínu frábæra starfi og hendast í Enduro gleði á mánudögum (órafmagnað) og þriðjudögum (rafmagnað) 

Við erum mjög spennt fyrir komandi ári og trúum því að Tindur muni halda áfram að vaxa og dafna enda skemmtilegasti klúbburinn. Haldið áfram að vera frábær og sjáumst á hjólinu. 

Fyrir hönd stjórnar. Einar Gunnar  - Forza Tindur 

Hrönn Jónsdóttir