Fullorðinsnámskeið vorið 2023

Viltu efla sjálfstraustið á hjólinu? (þú og hjólið)

Ertu búin að setja þér markmið á hjólinu fyrir sumarið? Búin að skrá þig í eitthvað sem þú veist ekki hvernig á að klára eða langar að líta vel út á hnakknum í sumar?

Tindur býður upp á námskeið fyrir þá sem eru malkbiks eða malarmeginn í lífinu. Farið er yfir helstu grunnatriði hjólreiða, hvernig við hjólum í hóp, finnum sjálfsöryggi til að hjóla við mismunandi aðstæður. Förum yfir þrif og umhirðu á hjóli. Síðan fyrir þá sem eru malarmegin í lífinu verður farið sérstaklega á möl og farið yfir helstu tækniatriði þar, námskeiði fer að öðru leyti fram á malbiki.

Á meðan á námskeiðinu stendur hefur þú aðgang að æfingum Tinds.

Kennt verður mánudaga og fimmtudaga kl 18 og hefst kennsla 8. maí og stendur í fjórar vikur.

Kennari verður Hrönn Jónsdóttir

Skráning hér:

https://www.sportabler.com/.../Q2x1YlNlcnZpY2U6MTgzOTE=?

Tindur Hjólreiðafélag