JólaTindur 2022- Frestast til 18 desember

Árlegt jólasamhjól félagsfólks Tinds verður 18. desemer 2022 og hefst klukkan 18:00 í stað 17. desember vegna færðar og veðurs. Allt sama dagskrá bara 24 tímum seinna.

Jólasamhjól Tinds hefur komist í hefðina hjá félagsfólki, enda er maður manns gaman. Við skreytum okkur og hjólin okkar og tökum smá hring í Reykjavík. Í ár ætlum við að deila leiðinni okkar svo áhugasamir geta fengið sér göngutúr og séð tilstandið og mögulega haft gaman af.

Hópurinn leggur af stað um klukkan 18:00 frá N1 Fossvogi

Hjólað inn Fossvogsdalin og inn í Elliðarárdal, stefnan tekin að hjólastígnum meðfram Suðurlandsbraut og í átt að Hlemmi. Áætlað að hjólað verður niður Laugaveginn um klukkan 19. Að Hörpu, meðfram Tjörninni, í gegnum Hljómskólagarðinn, að Hlíðarfæti og inn á Bæjarleið (sem er reiðhjólastígur og liggur um Öskjuhlíð að HR). Hópurinn endar síðan í Nauthólsvík þar sem gefin verða verðlaun fyrir best skreytta hjólið og verður vegleg gjöf frá TRI Verslun.

Ef þið sjáið okkur á ferðinni - Merkið okkur á Instagram tindur.cc - Okkur þætti það geggjað!

Hægt er að sjá leiðina inn á Strava - Meðfylgjandi er myndband frá Jólasamhjóli Tinds fyrir ári síðan.

Hafi fjölmiðlar áhuga á umfjöllun er hægt að hafa samband við Arnþór Gústavsson í síma 892 -1336

Hrönn Jónsdóttir