Fréttatilkynning vegna Íslandsmeistaramóts í götuhjólreiðum 19. júní  2021

Þann 19. júní næstkomandi mun hjólreiðafélagið Tindur halda Íslandsmeistaramót í götuhjólreiðum. Í tilefni af 10 ára afmæli Tinds setti félagið stefnuna á Þingvelli þar sem hefð hefur verið fyrir því að halda götuhjólamót í gegnum árin. Tindur hóf viðræður við Þjóðgarðinn um samstarf og var okkur tekið opnum örmum. Skipulag mótsins var unnið í samráði við Þjóðgarðinn, Vegagerðina og Lögreglu með það fyrir augum að tryggja öryggi þátttakenda og halda röskun á samgöngum í lágmarki. 

Íslandsmeistaramótið er hápunktur keppnis tímabilsins í götuhjólreiðum og hafa mót seinustu ára verið spennandi. Búast má við mikilli baráttu um titilin í ár enda hafa fyrri mót sumarsins verið hin besta skemmtun.  Mótið í ár verður sérlega áhorfendavænt þar sem farnir verða hringir innan þjóðgarðsins og því verður auðveldara fyrir áhorfendur að fylgjast með framgöngu keppninar. 

Keppt verður um Íslandsmeistaratitilinn í mörgum flokkum og vegalengdirnar mismunandi  allt frá 34 upp í 135 km. Þeir sem lengst fara munu fara frá Þingvöllum um veg 36 niður að vegi 35 og til baka að Þingvöllum um vegi 350 og 360. Þegar á Þingvelli er komið er hjólað réttsælis hringur sem vegir 36 og 361 mynda. Styttri vegalengdir hjóla hringi innan þjóðgarðsins sem vegir 36 og 361 mynda. 

Sett verður upp  stýring á þremur gatnamótum meðan á keppni stendur með það fyrir augum að tryggja öryggi þátttakenda. Keppnin verður ræst kl 09 og búast má við að henni verði lokið um 14:00. 

Búast má við umferðatöfum í Grímsnesi fyrir hádegi og á Þingvallavæðinu frá 9 til 14. Vegfarendum er þökkuð tillitsemin og skilningur á fyrirhuguðum lokunum.

Hjólreiðafélagið Tindur er stolt af því að fá að halda þetta mót og leggur metnað sinn í að gera mótið sem veglegast. Við þökkum þjóðgarðinum, vegagerðinni, lögreglu og íbúum svæðisins fyrir samstarfið. 

Hægt er að skoða keppnishandbókina hér

Hægt er að hafa samband við Svan Daníelsson, mótstjóra. S: 621 1212

Hjólakveðja, Stjórn Tinds

RR Leið.png



 



Hrönn Jónsdóttir