Ágústa Edda og Ingvar hjólreiðafólk ársins 2017

Nýverið fór fram val á hjólreiðafólki ársins 2017. Hjól­reiðasam­band Íslands valdi þau Ágústu Eddu Björnsdóttur og Ingvar Ómars­son sem hjól­reiðafólk árs­ins 2017.

Ágústa Edda og Ingvar eru bæði úr hjól­reiðafé­lag­inu Tindi sem er eitt af nokkrum aðild­ar­fé­lög­um hjól­reiðasam­bands­ins. Bæði hafa átt afar góðu gengi að fagna á tíma­bil­inu. Þau urðu Íslands­meist­ar­ar kvenna og karla í fjalla­hjól­reiðum auk þess sem Ágústa Edda tryggði sér Íslands­meist­ara­titil­inn og bikarmeistartitilinn í tímatöku. Ingvar er Íslandsmeistari í Cyclocrosshjólreiðum og maraþonfjallahjólreiðum ásamt því að vera bikarmeistari í fjallahjólreiðum. Ingvar og Ágústa Edda kepptu einnig fyrir Íslands hönd á Smáþjóðaleikunum í San Marino og stóðu sig með prýði. Óskum þeim innilega til hamingju með þessa titla.

Ingvar Ómarsson (Tindur), hjólreiðakarl ársins 2017.

Ingvar Ómarsson (Tindur), hjólreiðakarl ársins 2017.

Ágústa Edda Björnsdóttir (Tindur), hjólreiðarkona ársins 2017.

Ágústa Edda Björnsdóttir (Tindur), hjólreiðarkona ársins 2017.

Tindur Hjólreiðafélag